150. löggjafarþing — 26. fundur,  4. nóv. 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:12]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 153, um hvalreka, frá Andrési Inga Jónssyni.

Einnig hefur borist bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 157, um kostnaðarþátttöku ríkisins í dreifingu eldsneytis og uppbyggingu hleðslustöðvanets, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.

Loks hefur borist bréf frá umhverfis- og auðlindaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 210, um skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis, frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.