150. löggjafarþing — 26. fundur,  4. nóv. 2019.

aðgerðir í loftslagsmálum.

[15:39]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég er að setja út á ónákvæmnina og hversu handahófskennt er ráðist í aðgerðir. Ég er að setja út á að forgangsröðun vantar ofan í það að við erum að samþykkja fjárlög og fjárheimildir til þessara verkefna. Samkvæmt lögum um opinber fjármál á að liggja fyrir forgangsröðun til að þingið viti fyrir hvað er verið að borga, hver ávinningurinn á að vera af þeim fjárheimildum.

Það er eitt í viðbót sem mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um í örstuttu máli í lokin og það er um aðra tilvitnun í ráðherra, með leyfi forseta: „En rannsóknirnar munu ekki bjarga hafinu heldur þarf að draga úr losun.“ Það slær mig pínulítið þegar framsetningin er á þennan máta, að rannsóknir muni ekki bjarga hafinu. Þá velti ég því fyrir mér, að bjarga hafinu. Gæti hæstv. ráðherra vinsamlegast útskýrt það nánar?