150. löggjafarþing — 26. fundur,  4. nóv. 2019.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

317. mál
[16:53]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér finnst alltaf gaman að kíkja á kaflann Mat á áhrifum þar sem talað er um að verðmæti þessara samninga séu tæpar 30 millj. kr. árlega næstu tíu árin, sem eru tekjur sem ríkissjóður verður af og fara að mér sýnist til sveitarfélaga í staðinn. Þá velti ég því fyrir mér hver eignastaðan er í raun á þessum jörðum þegar ríkið tekur til sín tekjurnar af jörðunum, af þessum auðlindum, en svo færast þær yfir til sveitarfélaganna. Er verið að færa eignarhaldið? Ég átta mig ekki alveg á því og ágætt ef það væri gert aðeins skýrara.