150. löggjafarþing — 26. fundur,  4. nóv. 2019.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

317. mál
[17:01]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í 3. kafla, Meginefni frumvarpsins, stendur orðrétt, með leyfi forseta:

„Í fyrsta lagi er lagt til að leyfi fyrir nýtingu náma og annarra jarðefna verði felld undir leyfisveitingarhlutverk sveitarfélaga og að samþykki ráðherra þurfi fyrir allri slíkri nýtingu, óháð því hversu lengi henni er ætlað að vara.“

Ég spyr: Er þetta einhver óútfylltur víxill á efnisvinnslu, nýtingu á námum og öðrum jarðefnum og til endalausrar vinnslu áratugum saman? Mér fannst alveg stórfurðulegt þegar ég rak augun í þetta orðalag að það virðast ekki vera nein tímatakmörk og það eru bara sveitarfélög og ráðherrar sem geta ákveðið þetta. Ég vil fá skýringu á þessu.