150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá félags- og barnamálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 226, um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins, frá Þorsteini Sæmundssyni; frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 258, um aukinn útflutning á óunnum fiski, frá Sigurði Páli Jónssyni; og loks frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 234, um kynskráningu í þjóðskrá, frá Margréti Tryggvadóttur.