150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

umræður um málefni samtímans.

[14:07]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni, það er auðvitað mjög sérstakt að enginn stjórnarliði hafi komið upp og rætt þá alvarlegu hluti sem áttu sér stað í nótt. Við þurfum að finna flöt á því að hægt sé að ræða það en að við séum ekki útilokuð frá því vegna þess að það séu nefndadagar eða eitthvað annað.

Ég minni á að eftir slit stjórnarinnar 2016 gerðu formenn flokkanna sérstakt samkomulag sín á milli sem lá til grundvallar þegar lausn fannst, að strax yrði farið í að breyta útlendingalögum á þann veg að sérstaklega yrði hugað að börnum, ungum konum og fólki í viðkvæmri stöðu. Það hefur verið þverbrotið og þegar ég kallaði eftir því að fá samkomulagið sem formennirnir gerðu með sér og skrifuðu undir (Forseti hringir.) var svarið úr forsætisráðuneytinu: Það er enginn sem hirðir um að geyma það. Til hvers erum við að gera samninga, herra forseti?