150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

innheimta opinberra skatta og gjalda.

314. mál
[14:33]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni að allt sem fellur til innan 30 daga tímabilsins telst samkvæmt frumvarpsgreininni vera endurgreiðsla sem á sér stað innan hæfilegs frests. Hérna held ég að við séum að horfa til þess hvað stjórnkerfið telji raunhæft að vera snart í snúningum við að leiðrétta álagningu og framkvæma endurgreiðslu. Síðan segir í 8. gr. í hvaða tilvikum skuli greiða gjaldanda dráttarvexti og þannig er gert ráð fyrir því að þegar lengri tími er liðinn en þessi 30 daga frestur geti komið til vaxta- og eftir atvikum dráttarvaxtagreiðslna.