150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[16:35]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að ég geti haft þetta stutt í þetta skiptið. Ákveðnir umsagnaraðilar hafa aukna vigt í þessu máli. Við höfum nú þegar heyrt í umræðunni talað um samtök stúdenta, BHM — sem mætti kalla samtök greiðenda námslána — og ASÍ sem snertir þá hópa sem ekki hafa farið í gegnum háskólanám heldur aðra geira. Þetta eru allt saman umsagnir sem við þurfum að leggjast yfir, skoða ofan í kjölinn og taka mjög alvarlega þær ábendingar sem fram koma.