150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[16:55]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Miðað við eftirspurnina eftir þjónustunni hjá Frú Ragnheiði og íbúafjölda á Íslandi má ætla að það sé þörf fyrir þjónustu af þessu tagi á höfuðborgarsvæðinu. Ráðuneytið hefur verið í samskiptum við Reykjavíkurborg vegna áhuga á uppsetningu á rými af þessu tagi og eins og kom fram í framsögu minni hef ég gert ráð fyrir því að geta ráðstafað allt að 50 milljónum á ársgrundvelli til að koma til móts við þann kostnað sem af þessu hlýst, bæði við reksturinn og uppbygginguna. Mér reiknast svo til að það ætti að vera fullnægjandi til að koma til móts við það að starfsemin ætti að geta byggst upp og reksturinn að vera tryggður a.m.k. fyrsta árið.