150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[16:56]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég ætla að halda áfram með það sem hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndi áðan, það eru skammtarnir. Samkvæmt nýjustu fréttum sem ég hef fengið er þetta svo rosalega misjafnt. Þeir sem eru í heróíni þurfa kannski tvær sprautur á dag, þeir sem eru í ópíóíðunum geta þurft á að halda tíu til tólf. Munurinn þarna er alveg gígantískur. Við gætum strax lent í rosalegum vandræðum með að skilgreina hvað sé neysluskammtur fyrir daginn. Ég segi fyrir mitt leyti að við verðum eiginlega að finna út hvernig það eigi að smella saman og ég spyr ráðherra: Er hún með einhverja lausn á því máli?