150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[18:45]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Eins og kom fram í lokaræðu minni áðan er Naloxone í dag undanþágulyf og er komið með markaðsleyfi en hefur ekki verið markaðssett. Það er ekki komið í ljós miðað við það leyfi sem verið er að byggja á hvort það sé lyfseðilsskylt. En það er hins vegar mín afstaða að aðgengið eigi að vera eins gott og hægt er í ljósi þess að ekki er um hættulegt lyf að ræða og við höfum séð og heyrt og fullvissast um að Naloxone sem er gefið án hiks fljótt og örugglega getur bjargað mannslífum.