150. löggjafarþing — 28. fundur,  6. nóv. 2019.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:03]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti undrar sig nokkuð á þessum orðum því að í beinu framhaldi af þeim umræðum sem urðu í gær barst ósk um sérstaka umræðu um málið og forseti lagði sitt af mörkum til að sú umræða færi hér fram í dag. Mér finnst nokkuð langt gengið að kvarta sérstaklega undan því að ekki hafi verið vel tekið við óskum hv. þingmanna til að ræða þetta mál þegar sérstök umræða um það er sett strax á dagskrá daginn eftir. Ráðherra málaflokksins brást vel við. Þessum óskum var komið til hæstv. heilbrigðisráðherra en hæstv. ráðherra var þegar búin að ráðstafa sér annað á þessum tíma, sem er fullkomlega skiljanlegt í ljósi þess að samkvæmt skipulagi ríkisstjórnarinnar var hún ekki á listum yfir þá ráðherra sem væru í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. Það var hún hins vegar á mánudaginn. Þannig að forseti telur ekki innstæðu fyrir þessari gagnrýni.