Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 28. fundur,  6. nóv. 2019.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:05]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það er auðvitað afskaplega gott að forseti skyldi hafa brugðist hratt við óskum um að fá sérstaka umræðu um málið sem við munum ræða síðar í dag. Það sem þarf þó að gera athugasemdir við er að stjórnarandstaðan öll óskaði eftir því að hæstv. heilbrigðisráðherra sæti fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnatíma og við fengum ekki svör við því. Hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sendi póst og við hinir þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar tókum undir óskina og báðum öll um að hæstv. heilbrigðisráðherra yrði hér í dag. Það má vera að hún geti ekki verið hér og lögmætar skýringar séu á því öllu saman. En svör fengum við aldrei.