150. löggjafarþing — 28. fundur,  6. nóv. 2019.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:08]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Gagnrýnin er þá orðin um að því hafi ekki verið svarað sérstaklega að það var nákvæmlega gert sem beðið var um í tölvupóstinum, að kanna hvort hæstv. ráðherra gæti breytt dagskrá sinni og komið hér til svara í fyrirspurnatíma. (Gripið fram í.) Eftir stendur sú gagnrýni og þá er best, til þess að gera alla glaða, að forseti biðjist afsökunar á því að hafa ekki sérstaklega svarað því til einhvern tímann undir kvöldið í gær eða í morgun, þegar það lá ljóst fyrir að hæstv. ráðherra gæti ekki verið hérna, að svo yrði. En ég taldi að óbreyttur viðverulisti ráðherra væri í sjálfu sér svar.