150. löggjafarþing — 28. fundur,  6. nóv. 2019.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:10]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti verður að játa að hann var svo óviðbúinn þessum viðbrögðum í upphafi fundar, þegar beðið var um orðið um fundarstjórn forseta, að forseti hélt að það væri til þess að þakka honum fyrir að hægt var að koma á þessari sérstöku umræðu en innihald ræðnanna var annað.