Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 28. fundur,  6. nóv. 2019.

framkvæmd útlendingalaga.

[15:25]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég er hingað komin til að óska eftir aðstoð hæstv. forseta vegna þess að borin var fram einföld og skýr spurning þar sem óskað var eftir já- eða nei-svari frá hæstv. ráðherra. Ráðherra svaraði hins vegar ekki spurningunni, hún svaraði henni alls ekki. Það skiptir engu máli hvaða hæstv. fjármálaráðherra fussar hér á bak við, spurningunni var ekki svarað. Það er bara þannig. Það var óskað eftir skýrum svörum frá hæstv. ráðherra (Forseti hringir.) og ég bið í mestu einlægni hæstv. forseta um að aðstoða svo að ráðherra svari þeim spurningum sem til hennar er beint.