150. löggjafarþing — 28. fundur,  6. nóv. 2019.

brottvísun barnshafandi konu.

[15:39]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Líkt og aðrir fékk ég upplýsingar um þetta mál í fjölmiðlum í gærmorgun. Þegar ég sá það sendi ég beiðni á ráðuneytið um að afla upplýsinga um þetta einstaka mál svo að ég gæti séð þau gögn sem lægju þarna að baki og hvernig ákvörðunum hefði verið háttað. Þá fyrst fékk ráðuneytið veður af málinu. Eftir upplýsingum var falast og þá fékk ég betri upplýsingar um málið. Það var eina aðkoma míns ráðuneytis að því.

Þingmaður spyr hvort ríkislögreglustjóri hafi farið varlega. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég óskaði eftir var farið eftir þeim almennu verklagsreglum sem gilda í dag. Ég skoðaði sérstaklega hvenær brottvísun hefur verið frestað og oft og tíðum hafa verið mjög skýr tilmæli, eins og hefur komið fram, um að brottflutningur eigi ekki að eiga sér stað vegna hættu, veikinda eða þungunar. (Forseti hringir.) Ef þau tilmæli eru mjög skýr er brottvísun frestað og um það höfum við mörg dæmi. Eins og ég sagði samt áðan fagna ég vinnu landlæknis og Útlendingastofnunar og bíð eftir að úr henni komi niðurstöður.