150. löggjafarþing — 28. fundur,  6. nóv. 2019.

málefni innflytjenda og hælisleitenda.

[15:47]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki séð þessi ummæli, það eina sem ég hef séð er fréttaflutningur af þeim og því get ég ekki sagt nákvæmlega hvað þar var sagt. En miðað við þann fréttaflutning þá er það sem maðurinn á að hafa sagt augljóslega hvorki í anda eða samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar né Framsóknarflokksins, ég þekki það bara ekki. En það getur vel verið að Viðreisn og Framsóknarflokkurinn séu tilbúnir að vinna saman að verkefnum þegar kemur að frjálslyndri stefnu í garð fólks sem minna má sín. En það snýst auðvitað um að sýna það í verki. Það höfum við gert í 102 ár. Ég hef ekki enn séð Viðreisn gera það.