150. löggjafarþing — 29. fundur,  11. nóv. 2019.

losun kolefnis.

[15:05]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég kannast ekki við að ég hafi nokkurn tíma lýsti yfir stuðningi við umrædd samtök. Það kann að vera að ég hafi sett „líkar við“ á Facebook til að fylgjast með þessum samtökum ef það er það sem hv. þingmaður er að vísa til. Þar sem þingmaðurinn talar um sérstök markmið um að ná niður nettólosun í núll 2025 er það eitthvað sem ég tel að sé ekki hægt. Það er ekki raunhæft að gera það. Það væri auðvitað mjög æskilegt að við gætum gert það en ég tel alls ekki raunhæft að ná því markmiði.