150. löggjafarþing — 29. fundur,  11. nóv. 2019.

kjör lifeyrisþega.

[15:26]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Aðgerðir stjórnvalda sem hæstv. forsætisráðherra virðist svo ánægð með skila því m.a. að of margir öryrkjar og eldri borgarar þurfa að framfleyta sér á tæpum 248.000 kr. á mánuði sem er langt undir lágmarkslaunum og reyndar langt undir atvinnuleysisbótum. Skattbreytingarnar, sem eiga að taka gildi 2020 í tengslum við lífskjarasamninga, færa þeim hópi aðeins 1.777 kr. á mánuði ef allt er tekið með. Ríkisstjórnin vill að þeir sem treysta einvörðungu á greiðslur frá Tryggingastofnun hækki upp í rúmar 255.000 kr. á mánuði á næsta ári. Til samanburðar eru lífskjarasamningarnir um lægstu launataxtana 317.000 kr. á mánuði frá 1. apríl og 341.000 kr. á mánuði frá 1. apríl 2020. Munurinn á lægsta launataxta og lífeyri verður þá rúmar 85.000 kr. á mánuði. (Forseti hringir.) Telur hæstv. forsætisráðherra það ekki réttlætismál að lífeyrisgreiðslur hækki í það minnsta líkt og laun þeirra sem eru á lægstu launatöxtunum?