150. löggjafarþing — 29. fundur,  11. nóv. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[18:21]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að fjalla um frumvarp til laga um fjáraukalög. Hæstv. fjármálaráðherra var einmitt að benda á að það þurfti að veita aukafjárveitingu upp á 5,4 milljarða vegna dóms Landsréttar. Þar voru yfir 29.000 einstaklingar undir, endurgreiðslan var 190.000 kr. að meðaltali. Við erum að tala um rúmlega 90.000 kr. á mánuði sem er verið að skerða lögþvingaðan eignavarinn sparnað í landinu um. En það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er þessi dómur. Deilir ráðherrann ekki með mér áhyggjum af því að það skuli hafa verið hægt að setja lög á Alþingi sem eru ólögleg? Lög sem voru vísvitandi samþykkt þó að það væri vitað mál og átti að vera vitað mál að það eru ekki sett lög afturvirkt? Með alla þessa lögfræðinga hér inni, (Forseti hringir.) er ekki svolítið áhyggjuefni að lögin skuli hafa verið dæmd svona?