150. löggjafarþing — 29. fundur,  11. nóv. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[18:27]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki gert ráð fyrir því að nýting varasjóðs sé hluti af fjáraukalögunum í því regluverki sem við erum að vinna þetta í. Hins vegar fannst mér rétt í framsöguræðu að fara yfir það með hvaða hætti honum yrði ráðstafað. Það er gert beinlínis ráð fyrir því að ráðherra geri reikningsskil þess uppgjörs. Þetta eru þá þessir liðir sem hv. þingmaður vék að.

Síðan er ákveðinni fjárhæð sem ég vék að áðan varið til að koma á móti afkomuhorfunum, þ.e. að draga úr hallanum. Svo skildum við eftir u.þ.b. 3 milljarða svigrúm ef eitthvað óvænt skyldi koma upp á, sem mun þá sömuleiðis nýtast til þess að bæta afkomuna ef það gengur ekki út undir lok þessa árs.