150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:39]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Lykilatriðið er að við erum með sjálfbæran sjávarútveg. Við erum með sjávarútveg sem skilar tekjum til þjóðarbúsins. Það er lykilatriði. Hv. þingmaður vísar til þess að í aðdraganda þess að við breyttum lögunum hafi Samfylkingin bent á að tekjur af gjaldinu myndu lækka. Hið þveröfuga er að gerast og þar munar alveg 2 milljörðum. Gjaldið hefði verið 2 milljarðar, það munar 3 milljörðum. Ef við hefðum fylgt gömlu lögunum hefði gjaldið verið 2 milljarðar í staðinn fyrir 5 milljarða. (Gripið fram í: … gamla kerfið óbreytt.) Gamla kerfið óbreytt hefði skilað 2 milljörðum. (Gripið fram í.) Ný lög skila 5 milljörðum. Þess vegna settum við ný lög.