150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:48]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég vil byrja á því að svara síðustu spurningunni fyrst: Já. Varðandi fjárfestingarnar og veiðigjöldin, að það sé mjög skrýtið. Ég er hjartanlega ósammála hv. þingmanni sem segir að það sé óeðlilegt að atvinnufyrirtæki byggi sig upp og við gerum ráð fyrir því að þau séu í færum til að endurfjárfesta. Þetta er eitthvað það mikilvægasta fyrir atvinnulíf okkar inn í framtíðinni. Ég bara skil ekki svona vangaveltur. Við þurfum að huga að atvinnulífi um allt land og öllum sjávarútvegsfyrirtækjum og þegar við skattleggjum slík fyrirtæki verður meðalhóf og jafnræði að vera leiðarljósið. Fyrirtækin verða að hafa tækifæri til að endurfjárfesta. Þetta er lykilatriði í uppbyggingu atvinnuvega.

Varðandi tímasetningu fjármálaáætlunar vil ég biðja hv. þingmanninn að ítreka þá spurningu svo ég geti svarað henni. Ég tapaði aðeins anga af henni.