150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:49]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Til að þingið hafi nægan tíma til að fara yfir fjármálaáætlun að vori væri ekki eðlilegt að hún kæmi fram um leið og vorþing hefst í staðinn fyrir undir lok vorþings, ef kjarninn í fjárlagavinnu þingsins á að vinnast í fjármálaáætlun, ef það á að vera gagnsæi og viðspyrna, sem sagt að áætlanir haldi betur og þar fram eftir götunum, eins og hv. formaður sagði? Þá spyr ég einmitt hvaða áætlanir, því að þær sem við samþykkjum á lokametrum vorþings eru gríðarlega ógagnsæjar. Væri ekki eðlilegt að fjármálaáætlun kæmi fram fyrr á vorin?

Það er mjög undarlegt að við erum með ákveðið afnotagjald fyrir auðlindir en af afnotagjaldinu dregst kostnaður. Ég væri alveg til í að borga skatt eftir kostnað heimilisins. Það væri fínt. En einhverra hluta vegna (Forseti hringir.) fá fyrirtæki alltaf að draga allan kostnað frá í rauninni réttmætu afnotagjaldi af auðlindum landsins.