150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:50]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni góðar spurningar varðandi tímasetningu fjármálaáætlunar. Það væri æskilegt að við værum fyrr í tíma að vinna fjármálaáætlun. Þá þurfum við einhvern veginn að finna út úr því hvernig er hægt að vinna þetta út í stofnanir. Ég held að það sé hægt að færa það nær í tíma. Ég held að það myndi muna um nánast hverja viku og þó að við næðum því bara um einn mánuð myndi það skipta máli. Ég tek undir með hv. þingmanni þar.

Ég væri mikið til í að taka umræðuna um fjárfestingar og mikilvægi hennar. Þetta er algjört lífsspursmál, hvort sem við ræðum um heimili eða fyrirtæki. Með fjárfestingum erum við að búa í haginn til framtíðar, (Forseti hringir.) fyrir þjóð og fyrir alla sem koma að fyrirtækinu, starfsfólk og alla.