150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:53]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna og tek undir með honum. Við erum að horfa á mjög stóra og mikilvæga stofnun sem sinnir þessu hlutverki í heilbrigðiskerfi okkar og vegur þungt í ríkisfjármálum. Heilbrigðiskerfið allt, heilbrigðis- og velferðarmál eru farin að taka til sín sífellt aukið vægi. Nú erum við með innbyggt í þetta samkvæmt lögunum varasjóð, einn stóran, almennan varasjóð og síðan varasjóð fyrir málaflokka. Það má hugsa sér að við þyrftum að skoða hvort það þyrfti sérstakt framlag í varasjóð inn í þetta kerfi. Ég hygg að hv. þingmaður sé með slíkar vangaveltur. Það getur vissulega verið óþægilegt í jafn umfangsmiklum rekstri að við sjáum ekki (Forseti hringir.) endilega fyrir þyngdina fyrir árið, hvað verður mikið að gera, (Forseti hringir.) hversu mörg tilfelli koma upp. Það getur þurft meiri sveigju í slíkan rekstur og til að stjórna svo umfangsmiklum rekstri.