150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:56]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna um losunarheimildir. Þetta er auðvitað svolítið nýtt, eilítið framandi, og tengist allri umræðunni um loftslagsmál. Í því eru fólgin veruleg verðmæti. Hvort það séu þversagnir í því að skattleggja mengun þá held ég að afar skynsamlegt sé til framtíðar að horfa þannig á hlutina. Á móti koma þau verðmæti sem skapast af því að mengun er okkur dýr og þess vegna eru verðmætin að aukast í losunarheimildum. Staðan er sú að ef við nýtum ekki þær heimildir verða engar tekjur. Ég segi: Nýtum tekjurnar af þeim í loftslagsbaráttunni.