150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:57]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar að kvarta undan fundarstjórn forseta. Það er ekki samkomulag um þessa umræðu en það eru fimm flokkar í stjórnarandstöðu og mér finnst óásættanlegt að hæstv. forseti skuli ekki gefa svigrúm fyrir alla þá flokka til að taka þátt í andsvörum við framsögu.