Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:57]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég bað um að fá að fara í andsvar áðan og ég tel mig hafa verið á nákvæmlega sama tíma og allir hinir. Það eru fimm stjórnarandstöðuflokkar og sú regla virðist komin upp að fjórir fái að komast að og þá er farið eftir stærð. Það væri mjög gott að vita, forseti, hvort sú regla er í gildi í dag og þegar fleiri en fjórir stjórnarandstöðuflokkar fara í andsvör við stjórnarliða sé það stærð flokksins sem ræður. Það væri mjög þægilegt að vita þetta vegna þess að ég hélt að það væri hinsegin, að það færi eftir því hver slær í borðið og lætur vita. En það virðist ekki gilda, þannig að það væri mjög þægilegt að hafa þetta á hreinu.