150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:11]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Ég var á svipuðum slóðum og hv. þm. Haraldur Benediktsson og vísaði í töflu í nefndaráliti meiri hlutans á bls. 8. Ég kemst ekki á einni mínútu yfir alla þá liði sem hv. þingmaður fór yfir í ræðu sinni en get auðvitað tekið undir margt og hægt væri ræða ýmislegt hér. Í töflunni kemur fram að það er raungildisaukning á alla þá liði sem hv. þingmaður taldi upp. Og já, það er raungildisaukning frá 2017 á framhaldsskólana og svo höfum við stytt hann eins og hv. þingmaður kom inn á. Mig langar hins vegar að skilja eftir spurningu, af því að hv. þingmaður kom inn á þætti sem snúa að hagstjórn. Ég kom í ræðunni inn á álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í peningamálahefti Seðlabanka Íslands, þar sem hagstjórninni er hrósað og þætti ríkisfjármálanna. Ég vil fá álit hv. þingmanns á því.