150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:21]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður kom víða við í ræðu sinni og fram kemur að hann er ósammála Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úti og Seðlabankanum um efnahagsmál Íslendinga, þeim skýrslum sem hafa komið út að undanförnu. Fordæmalaus lækkun ríkisskulda, ótrúlegt skeið sem við höfum upplifað en hv. þingmaður talar um skammsýni í ríkisfjármálum, ég tók sérstaklega eftir því. Að mínu mati hefur aldrei verið jafn öflug og góð hagstjórn á Íslandi. Sögulega, ef við skoðum gögn áratugi aftur í tímann, er það þannig. Ég talaði um skatta sem hægt væri að leggja á og það fór fram hjá mér þangað til rétt í lokin með ferðaþjónustuna. Hvaða hugmyndir hefur hv. þingmaður um skattlagningu í ferðaþjónustu? Hversu háa skatta vill hann leggja á ferðaþjónustuna?