150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:24]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Forseti. Það kemur reyndar fram í meirihlutaáliti fjárlaganefndar að ekki er verið að hækka skatta, það eru ekki hugmyndir um það í þeim tillögum sem liggja fyrir. Mig langaði rétt með skammsýnina og ríkisfjármálin að spyrja: Hefur hv. þingmaður þá gáfu að hann hafi séð það fyrir fyrir ári, þegar við ræddum fjárlög fyrir 2019, að hér yrði loðnubrestur og að WOW air myndi falla? Hann talar líka um gengi krónunnar, olíuverð og slíka hluti en enginn í fjárlaganefnd eða í þinginu segist geta sagt til um olíuverð eða gengi. Telur hv. þingmaður sig færan um að geta spáð fyrir um það af einhverju viti? En stóra málið er: Sá hv. þingmaður fyrir fall WOW air og loðnubrest, fyrst hann er að gagnrýna meiri hlutann fyrir að hafa ekki séð það fyrir í hagspá sinni? Annars er þetta ótrúlega vel að verki staðið, það er einungis þetta sem ber í milli.