150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:30]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur. Það er engum vorkunn að sitja undir umræðum um fjárlög. Ég get hins vegar líka tekið undir með hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur að það er kannski tímabært, herra forseti, og það á kannski við um allan þingheim, að velta því fyrir sér hvort formið á umræðunni mætti vera með öðrum hætti. En það er sannarlega fagnaðarefni á hverjum þingvetri að fá að taka þátt í umræðu um fjárlög, helsta stefnumál hverrar ríkisstjórnar.