150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:33]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni ræðuna. Það er skringilegt að koma hér og reyna að fara í andsvar á einni mínútu eftir klukkutímaræðu. Það er sérstakt. Hv. þingmaður ræddi um efnahagsþróunina og hagstjórnarviðbrögð og mikilvægi þess að greiða niður skuldir. Meiri hlutinn kom inn á það sem hv. þingmaður kallaði eftir, að við þyrftum að skoða framvindu mála með tilliti til þess hvar við værum í hagsveiflunni. Nú er innbyggt óvissusvigrúm í ríkisfjármálastefnuna sem er í raun hægt að segja(Forseti hringir.) að sé til þess, eins og við erum að gera, að veita viðspyrnu í hagkerfinu eins og mál standa nú. (Forseti hringir.) Ég spyr um skoðun hv. þingmanns á þessum þætti hagstjórnar ríkisfjármála.

(Forseti (ÞorS): Eins og forseti gat um hafa hv. þingmenn eina mínútu til umráða í hvert sinn.)