150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[18:36]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Herra forseti. Hér skín í gegn sýndarmennska formanns Samfylkingarinnar. Og að vera stöðugt reiður í pontu. Ég kom hér upp, ég veit ekki hvort ég á að segja til að bera af mér sakir því að formaður Samfylkingarinnar var að leggja mér orð í munn og gera mér upp skoðanir í pontu og fullyrða að ég vildi ekki skoða þetta mál. Þegar hann fór í örstutta efnislega umræðu um atburði dagsins í dag — já, ég hristi hausinn úti í sal vegna þess að ég undraðist ræðu formanns Samfylkingarinnar, það er alveg rétt. En hann stendur ekki í pontu og gerir mér upp skoðanir, svo það sé alveg á hreinu. Það er verið að slá einhverjar pólitískar keilur vegna frétta dagsins í dag. Ég kann ekki við svona hjá formanni Samfylkingarinnar, ég ætla að búast við meiru en því. Við erum að ræða fjárlög 2020.