150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[18:39]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þegar ég hristi hausinn yfir ræðu hans því að ég var að undrast sýndarmennsku hans og flokks hans að ég, og var þá að vísa til mín úti í sal, vildi ekki skoða þetta mál. Það sagði hann í pontu. Við getum bara lesið það saman í kvöld þegar ræðurnar verða birtar. Það sagði hann hér. En ég skal taka afsökunarbeiðni hans mjög blíðlega.