150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[19:22]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og fyrir það hrós að vera, að mér heyrðist, flottasti þingmaður Miðflokksins. (BLG: Besti …) Besti? (Gripið fram í.) Úff, ég held að ég standi ekki algjörlega undir því, ekki að mínu mati, en ég er a.m.k. stærstur í sentímetrum talið.

Úr því að talið berst að orkupakka þrjú og sæstreng verð ég að segja að við vorum aldrei að tala um sæstreng í málinu um orkupakka þrjú heldur töluðum við um sneiðar, salamí-sneiðar, og að orkupakki þrjú gæti verið, og er það, ein sneiðin af því að orkupakki fjögur komi inn á borðið. Í því samhengi töluðum við um sæstreng. Ég vona að þetta útskýri málið fyrir þingmanninum þótt að hann viti þetta fullvel og sé að spyrja um eitthvað sem hann veit algjörlega svarið við sjálfur.