150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[19:24]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég vissi það ekki og þess vegna spurði ég. svarið kom mér alveg pínu á óvart. Ég þakka kærlega fyrir svarið og ítreka að ég meina það alveg frá mínum innstu hjartarótum. Alltaf þegar ég spyr hv. þingmann fæ ég heiðarleg svör. Hann er hógvær, eins og kom fram í ræðu hans, og þess vegna tel ég hann einmitt besta þingmann Miðflokksins, langtbesta, og ég meina það alveg innilega. Það er engin kaldhæðni þar að baki eða neitt svoleiðis. Mér finnst alltaf mjög gaman að spyrja hv. þingmann af því að ég fæ, eins og ég segi, góð og heiðarleg svör.