150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[19:24]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hrósið. Ég segi bara eins og einhver sagði: Ég er eins og skyr, ég er hrærður eftir þetta hrós. Ég tek því eins og þingmaðurinn sagði það, að ég sé hógvær og málefnalegur — var það ekki? Ég ásetti mér það þegar ég kom inn á þing að vera a.m.k. málefnalegur, eins mikið og guð gaf mér að vera. Ég skrifaði líka undir drengskaparheit þegar ég kom á þing fyrir nokkrum árum og væri gaman fyrir mig að fá að sjá þá skrift, ég var svo skjálfhentur þegar ég skrifaði undir, þetta bar svo brátt að.

Kannski er hógværðin mér í blóð borin svo ég get ekkert gert að því gert, en það er gott að heyra það. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta en takk fyrir hlý orð í minn garð.