150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[20:20]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég get fullvissað hv. þingmann um að við sýnum gríðarlega hófsemd. Við erum sennilega að borga með okkur, það er tekið frá öðrum skattpeningum sem við erum að láta í þessi mál núna. Hvað gerist í framtíðinni á þeim vettvangi skal ég ekki segja um en ég veit það að ef við bregðumst ekki við því sem er að gerast með fjármagni þá lendum við hvort sem er í gríðarlegum hörmungum, hvort sem við ráðum við þær eða ekki eða borgum nægjanlega mikið eða ekki. Það er alveg klárt mál.

Nú ætla ég að biðja hv. þingmann um að nota seinna svarið sitt. Ég vil heyra hvernig Miðflokkurinn vill taka á þessu, hvernig hann ætlar að hjálpa okkur að fjármagna þó það sem við gerum núna, þó ekki væri nema ívilnanir, rafbíla og 3 milljarða. Hvernig?