150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[20:29]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Þetta voru ágætislokaorð í andsvari, að við þurfum meira rusl. Ég held að dæmið litla sem ég tók frá Ísafirði, sem ég þekki með þeim takmörkunum sem ég nefndi og gaf til kynna, geti orðið býsna góður leiðarvísir að því að ná árangri landið um kring. Ég held að það skipti mjög miklu í þessu samhengi t.d. bara kostnaðarvitund almennings og fyrirtækja, að almenningur átti sig á þessu: Heyrðu, ef ég sinni flokkuninni illa eða skila af mér meira sorpi en forsvaranlegt er hefur það áhrif á bæjarsjóðinn sem á að standa undir því að mennta börnin mín og öllum þeim verkefnum sem sveitarfélögin hafa á sinni könnu.

Ég held að það sé leiðin til að gera þetta, ekki þvingun með illa útfærðri skattheimtu.