Bráðabirgðaútgáfa.
150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:32]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa tvö bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 223, um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins, frá Þorsteini Sæmundssyni, og á þskj. 260, um dreifingu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, frá Ásgerði K. Gylfadóttur.

Einnig hefur borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 318, um dvalar- og hvíldarrými, frá Ásgerði K. Gylfadóttur.