150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

tengsl ráðherra við Samherja.

[10:46]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegur forseti. Ég virði alveg sjónarmið hv. þingmanns, við erum einfaldlega ekki sammála. Ég sé ekkert að því þegar spurt er um hæfi mitt eða hversu oft, aldrei. Ég hvet þingmanninn til að gera skýran greinarmun á sérstöku og almennu vanhæfi þingmanna, það er munur þar á. Þegar spurt er um það hvernig hægt sé að standa að því að koma að atkvæðagreiðslu eða ákvörðunum um veiðigjöld eða kvótakerfið eða fiskveiðistjórnarkerfið þá er það Alþingi sem setur lögin. Það er ekki ráðherrann sem setur þau. En ef einstakar ákvarðanir koma upp á borð ráðherra sem honum ber að framkvæma þá hef ég lýst því yfir, ég gerði það strax og ég tók við þessu embætti, að í hvert sinn sem mál kæmi upp tengt þessu fyrirtæki myndi ég láta meta hæfi mitt og ef einhver vafi léki á um í þeim efnum (HallM: Hversu oft…?) myndi ég víkja sæti. Það hefur aldrei gerst.