150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:04]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta eru góð fjárlög, skattalækkanir á atvinnulíf og einstaklinga ásamt aukinni fjárfestingu í innviðauppbyggingu í takt við stjórnarsáttmálann. Fjárlögin byggja á skynsamlegri stefnu sem er hönnuð til að mæta hagsveiflunni og veita viðspyrnu í hjaðnandi hagvexti. Við ættum öll að samþykkja þessi fjárlög og breytingartillögur meiri hlutans.