150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:08]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um fjárlagafrumvarp sem hefur hlotið þá einkunn að vera gott stuðningstæki við peningamálastefnu í þessu landi sem skapar okkur þá stöðu að við höfum kröftuga viðspyrnu í hjaðnandi hagkerfi. Við greiðum atkvæði um fjárlög sem styðja við stöðugleikann sem er nauðsynlegur um þessar mundir til að við rísum aftur hratt upp. Við greiðum atkvæði um fjárlagafrumvarp sem tryggir það að t.d. sú vaxtalækkun sem hefur verið, sem er ein mesta kjarabót sem allur almenningur og fyrirtæki í þessu landi geta fengið, er treyst í sessi. Við gerum hér góðan dag með því að samþykkja í 2. umr. traust og öflugt fjárlagafrumvarp til betri framtíðar.