150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:15]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Þetta er tillaga sem engan veginn er hægt að styðja. Við erum með fyrirkomulag persónuafsláttar sem virkar með þeim hætti að fólk er hvatt til að sækja sér tekjur. Námsmenn sem sérstaklega er vísað til í tengslum við þessa tillögu geta sótt sér tekjur upp á rétt um 160.000 kr. á mánuði án þess að borga nokkurn skatt. Rétt um 1,9 milljónir á ári er hægt að sækja sér í tekjur án þess að borga nokkurn skatt. Þetta er hvatinn sem við viljum búa til. En þá kemur fram tillaga um að þú getir bara fengið þessar tekjur, 1,9 milljónir, greiddar út þrátt fyrir að þú leggir ekkert af mörkum (Gripið fram í: Neikvæður tekjuskattur.) og þá er í raun og veru öllum hvötunum snúið á hvolf. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Þessi hugmyndafræði gengur að mínu áliti einfaldlega ekki upp. Ef menn vilja fara út í útgreiðslu á persónuafslætti þarf að taka tekjuskattskerfið allt til endurskoðunar í leiðinni og hugsa það alveg frá grunni. En svona sjálfstæð tillaga eins og þessi er með alla röngu hvatana.