150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:20]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Herra forseti. Við í Viðreisn styðjum hugmynd Miðflokksins um viðbótarlækkun tryggingagjalds, enda er alveg ljóst að svigrúm það sem tekjuauki ríkissjóðs á undanförnum árum hefur skapað til skattalækkana hefur ekki verið nýtt sem skyldi. Hins vegar erum við andsnúin áformum um að lækka kolefnisgjöld eða falla frá grænum ívilnunum í virðisaukakerfinu sem hér eru lagðar fram, auk þess sem við teljum tillöguna ekki nægjanlega vel fjármagnaða. Því greiðum við atkvæði gegn tillögunni í heild þó að við styðjum eindregið þá hugmynd að lækka tryggingagjaldið frekar.