150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:23]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Á þessu þingskjali er verið að gera breytingar á tekjuhlið frumvarpsins. Ég vil vekja athygli á því að þar á meðal er verið að lækka veiðigjaldið niður í 5 milljarða kr. Stjórnarliðar eru nú að samþykkja smánarleg gjöld sem þeim er ætlað að greiða sem fénýta fiskveiðiauðlind þjóðarinnar, upphæð sem stendur ekki einu sinni undir þjónusturannsóknum eða eftirliti með greininni. Þetta er sárgrætilegt þegar litið til kvóta mikilla útgerða líkt og Samherja sem hafa hagnast vel á síðustu árum. Starfsemi Samherja á Íslandi skilaði 8,7 milljarða kr. hagnaði á síðasta ári, svo dæmi sé tekið. Útgerðin þarf ekki á styrk frá okkur að halda, hún líður ekki skort. Það gera hins vegar allt of margir í þessu samfélagi.