150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:25]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þetta eru 30 milljónir vegna tveggja starfsmanna fyrir frumkvæðisrannsóknir umboðsmanns Alþingis. Ekki hefur skort þar á því að það eru ansi mörg mál sem þar er að huga en hefur ekki unnist nægur tími til þess að sinna. Þessar rannsóknir eru alveg gríðarlega mikilvægar, sérstaklega fyrir sjálfstæði umboðsmanns Alþingis, að hann geti sinnt frumkvæðisrannsóknum. Það er algjörlega nauðsynlegt. Það er alveg sjálfsagt að leggja til 30 milljónir til að svo megi vera.